Ég rakst á þessa snilldar auglýsingu á youtube áðan og stóðst ekki mátið að deila henni með ykkur.
Hér er sýnt hvernig skilaboð markaðarins um útlit kvenna herja líka á litlar stelpur og hvernig okkur, sem mæðrum, ber siðferðisleg skylda til að tala við stelpurnar okkar um þetta. Það eru reyndar líka snyrtivöruframleiðendur sem búa til þessa auglýsingu en öfugt við marga aðra framleiðendur hafa Dove reynt að leggja sig fram um að höfða til fjölbreytninnar.
Við Pjattrófur leggjum líka áherslu á að fegurðin er ekki bara í 50 kílóa líkama. Okkar móttó er að allar konur séu og geti verið sætar, enda snýst þetta meira um umhirðu en að reyna að passa inn í fyrirfram gefnar ímyndir um fegurð. Sjálfsöryggi, góð heilsa og andlegt jafnvægi eru bestu fegrunarlyfin en restin er svo bara æðisleg viðbót.
Sjálf á ég litla stelpu sem var að byrja í fyrsta bekk og það fer ekkert framhjá mér að masið í okkur mömmu um mataræði og bumbur fer ekki framhjá þeirri litlu. En líkt og ég hef lagt áherslu á það við hana að ekkert sé að marka auglýsingar þá hef ég líka sagt henni að þetta tal skipti ekki miklu og að það sé heilsan sem mestu skipti.
Sjálf skilgreinir sú litla sig sem sjónaræningjaofurhetjuprinsessu og fer stundum út á kaffihús með sverð í beltinu. So far so good… en það er á hreinu að maður má ekki slá slöku við því skilaboðin dynja á þessum ómótuðu dúllum hvort sem við tökum eftir því eða ekki…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.