Ert þú ein af þeim sem setur sér háleit markmið um að borða ekki brauð, drekka meira vatn og gera 100 kviðæfingar á hverju kvöldi?
Og ertu ein af þeim sem klikkar á þessu, gefst jafnvel upp og borðar svo hálft bakaríið á einum degi? Já?
Ég líka!
Undanfarið hef ég verið að nota frábært lítið forrit í æFóninn minn sem hefur hjálpað mér að komast að því sanna um mynstrin og markmiðastöðuna í eigin lífi.
Með því að nota þetta litla undra – app, sem heitir WAY OF LIFE hefur mér tekist að bæta úr því sem má betur fara og sjá skýrar hvar ég er vafra út af brautinni.
Í stuttu máli er þetta smáforrit sem hjálpar manni að venja sig á nýja góða siði og venja sig af þeim vondu.
Þú setur upp markmið – til dæmis:
- Drekka meira vatn
- Leika við börnin
- Fara út að ganga í hálftíma á dag
- Lesa í bók
- Borða ekkert brauð
- Hætta að láta hraðahindranir pirra mig
- Hætta að borða skyndibita
…eða bara hvað sem er sem þig langar til að fylgjast betur með, hætta, gera eða breyta.
Á hverju kvöldi skráir þú svo árangurinn hjá þér með því að nota grænan eða rauðan lit. Rautt er neikvætt, grænt er jákvætt. Og þig langar auðvitað að safa sem mestu af græna litnum.
Fyrir markmiða óðar manneskjur er þetta smáforrit algjörlega nauðsynlegt og líka fyrir hinar sem vilja bara komast að því sanna um eigin mynstur. Stundum eigum við það til að gleyma okkur en með þessu smáforriti er maður sífellt minntur á.
Prófaðu að ná í Way of life hér í App Store eða beint í símann þinn. Ég mæli með að kaupa það því ókeypis útgáfan er bæði með auglýsingar og leyfir bara 3 markmið í einu – (sem er heldur lítið).
Snilld!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.