Margir sem hafa nýlega uppfært iPhone hjá sér eða eiga nýjustu týpuna verða frekar hissa að sjá allt í einu tilkynningu um að nú sé gagnamagns inneignin að klárast.
Það er einföld skýring á þessu. Í nýjustu uppfærslunni er viðbót sem svissar yfir í 3G eða 4G um leið og þú ert í lélegu wi-fi sambandi.
Það er til lausn við þessu og hún er mjög einföld. Byrjaðu á að fara í „Settings“ í símanum þínum og veldu þar MOBILE DATA.
Skrollaðu þá alveg neðst þar til þú kemur að Wi-Fi assist og SLÖKKTU á því. Nú ætti þetta aftur að detta í sama horf og áður. Ef þér er hinsvegar alveg sama um símareikninginn þinn þá skaltu hafa kveikt á þessu.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.