Það getur verið snúið að eltast við allar þær tækniframfarir sem fylgja nútímanum. Það eru ekki mörg ár síðan að tölvur þekktust ekki á heimilum fólks, sjónvarpið var svarthvítt og farið var í mótmælagöngu frá Keflavík til Reykjavíkur þegar síminn kom til landsins…
En Leap Motion tekur tæknina einu skrefi lengra og með einu litlu tæki getur þú stjórnað tölvunni með því að veifa fingrunum út í loftið og sagt ‘bless, bless’ við lyklaborðið og músina.
Hér er myndband sem sýnir þessa tækni, en hún er feeeerlega töff!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=N6hCwjwzUHg[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.