Instagram er vinsælt forrit meðal snjallsímaeiganda og er fólk ekki eingöngu farið að deila lífi sínum í máli á netinu heldur núna með tilkomu forritsins í myndum.
Við pistlahöfundar Pjattrófanna erum meðal þeirra sem pósta myndum á Instagram og til að leyfa þér að fylgjast með hvað vekur athygli okkar í daglegu lífi þá er búið að bæta við Instagram myndaskeiði hægra megin á síðuna og birtast myndirnar sem við tökum í forritinu um leið og við deilum þeim í appinu.
Ef þú átt snjallsíma (Android eða iPhone) mæla Pjattrófurnar klárlega með að þú sækir þér forritið og byrjir að taka myndir eins og vindurinn.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.