Tækni: Nýtt app fyrir Facebook grúppur – Auðveldar þér að fylgjast með

Tækni: Nýtt app fyrir Facebook grúppur – Auðveldar þér að fylgjast með

groupappEinu sinni voru ‘allir’ á Friendster, svo kom Myspace og þvínæst Facebook en Facebook menningin tekur svo hröðum breytingum að það má eins búast við því að einn daginn hættum við þar og finnum okkur nýjan samfélagsmiðil að ‘hittast’ á.

Margir eru t.d. farnir að hafa meira gaman af hópum eða grúppum inni á Facebook þar sem fréttaveitan er orðin heldur lituð af því hvaða síður vinir hafa lækað, auglýsingum og svo statusum sem við erum kannski ekkert ofsalega spenntar yfir.

Grúppurnar hafa þann kost framyfir fréttaveituna að þú veist alveg um hvað er verið að tala þar. Stundum er verið að auglýsa eitthvað eða óska eftir einhverju, stundum eru fimm í grúppu og stundum fimmþúsund.

Grúppa er jafnframt á margan hátt eins og Facebook Page nema hvað að það er eiginlega skynsamlegra að stofna grúppu í dag heldur en síðu (t.d. fyrir fyrirtæki) þar sem Facebook er farið að rukka fyrir hvert orð sem þú setur inn, – það er að segja ef einhver á að heyra það.

Allskonar grúppur

Þú getur stofnað grúppu fyrir bestu vinkonur þínar þar sem þið getið sagt hvor annari kjánalega brandara og slúðrað, og þú getur stofnað aðra fyrir stórfjölskylduna þar sem hægt er að birta barnamyndir og myndir af fólki sem er í miðju kafi að borða Ritzkex með rækjusalati.

Svo eru það risagrúppur eins og Beauty Tips! og Sjomlar sem njóta mikilla vinsælda hjá yngri hópunum og svo erum við auðvitað með Pjattrófupartý fyrir ykkur sem hafið mjög gaman af pistlunum á Pjattinu okkar. SMELLTU HÉR

Grúppurnar virka þannig að ef þú ætlar að fylgjast með þeim á Facebook í tölvunni þá þarftu að bæta þeim við “Favorites” annars er hætt við að margt fari framhjá þér nema það séu vinir þínir sem eru að setja inn pósta. Og það er hér sem síma-appið kemur til sögunnar… dummdurummdumm!

screen322x572APPIÐ

Facebook Groups appið fyrir iPhone og Andriod er mjög skemmtilegt en með því að nota það geturðu notað Facebook líkt og þú værir bara að nota grúppur. Semsagt, þetta er app sem er aðskilið frá venjulega Facebook appinu. Þú getur raðað hópunum þínum upp eftir því hvað þú lest mest og svo geturðu rúllað niður og fengið meldingar eftir því sem þú kýst.

Það er líka mjög auðvelt að ‘pósta’ myndum í grúppur með þessu appi en sölusíður á Facebook verða sífellt vinsælli.

Náðu í appið HÉR.

Uppáhalds hópana þína geturðu svo sett beint á skjáborð símans eins og sjá má á myndinni hér til vinstri en þá fara til dæmis brandarar í vinkonuhópnum aldrei framhjá þér.

Þú getur líka uppgötvað nýja hópa, innlenda sem erlenda og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Til dæmis ef þú hefur áhuga á púsluspilum, gervihnattadiskum, kúbanskri menningu, ostasósum…

You name it, það er örugglega til Facebook grúppa um það og ef ekki þá bara stofnarðu hana! Og mundu svo að koma í Pjattrófupartýið! SMELLTU HÉR 

 

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest