Í gær kynnti Apple tvo iPhone síma, iPhone 6 og iPhone 6 Plus til leiks en munurinn er einna helst sá að nýi síminn er mikið stærri en sá iPhone sem við eigum núna.
iPhone 6 kemur með 4,7 tommu skjá, á meðan iPhone 6 Plus er með 5,5 tommu skjá og stefnir því meira í áttina að Samsung símum, að minnsta kosti hvað varðar skjástærðina.
Síminn er jafnframt þynnri en iPhone 6 er einungis 6,9mm þykkur (og iPhone 6 Plus er örlítið þykkari eða 7,1mm). Síðasta nýjungin frá iPhone, 5S er 7,6mm þykkur, svona til samanburðar en sagt var frá þessu á Einstein.is í gær.
Rafhlaðan í iPhone 6 og 6 Plus er betri og taltími á iPhone 6 er 14 tímar en 10 tímar í 5S og 24 tímar á iPhone 6 Plus. Þá styður iPhone 6 Plus afspilun tónlistar í allt að 80 tíma, eða tvöfalt lengur en iPhone 5S. Maður spyr sig samt, hver hlustar á tónlist í 80 tíma?
Skjárinn á iPhone 6 er með skapari upplausn og iPhone 6 Plus kemur líka með landscape mode líkt og á iPad/iPad mini, þannig að heimaskjárinn er nýtilegur í þeim ham. iPhone 6 styður LTE allt að 150Mbit/s, og 802.11ac staðalinn, sem hefur mun meiri flutningsgetu en 802.11a/b/g/n staðlarnir.
Og hvað kostar svo gripurinn og hvenær get ég keypt svona!?
Verð iPhone 6 verður óbreytt, þ.e. $199 með samningi í Bandaríkjunum, sem þýðir að hann mun væntanlega kosta 109.990 krónur hérlendis þegar hann kemur á markað. iPhone 6 Plus mun kosta frá $299 með samningi, og ef maður ber verðlag erlendis saman við íslenska iPhone síma, þá ætti hann að kosta á bilinu 125-130 þúsund krónur hérlendis.
Síminn kemur á markað í Bandaríkjunum 19. september næstkomandi en ekki er vitað hvenær hann berst hingað upp á klaka. Við bíðum samt voða spenntar eftir því að sjá hann!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.