Google er komið með frábæran “fítus” sem kitlaði tölvunördahjartað mitt í morgun þegar vinnufélaginn minn dró mig að skjánum hjá sér og sagði: “Sigrún sjáðu svolítið kúl”.
Prófaðu að opna google.com . Smelltu á myndir, veldu í tölvunni hjá þér og dragðu hana yfir á leitarboxið.
Þegar þú gerir það kemur upp textinn “Sleppa myndinni hér”. Þá sleppir þú myndinni og Google fer af stað og leitar að sambærilegri mynd.
Hér er stutt myndband um þessa tækni:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=t99BfDnBZcI[/youtube]Mjög töff!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.