Ég er eplabarn. Svo óskaplega hrifin af Apple og flestum þeim apparötum sem frá þessu fyrirtæki koma og sannarlega ekki ein um það enda fá fyrirtæki jafn verðmæt í dag og blessað Apple.
Nýjasta uppgötvun mín á eplasviðinu er FaceTime Audio. FaceTime er eldra fyrirbæri, skylt Skype, sem gerir iPhone eigendum kleift að slá á þráðinn og sjá um leið aðra iPhone eða Apple Tölvu eigendur svo lengi sem allir eru net tengdir/tengd.
Stundum langar mann bara ekkert að horfa á aðra eða láta sjá sig. Það hentar ekki alltaf að tala beint í myndavél og því er FaceTime Audio ansi fín uppgötvun. Nú get ég hringt í alla vini mína sem eru hjá Nova og talað út í eitt þó ég sé hjá Vodafone og þetta er bara alveg eins og um venjulegt símtal sé að ræða.
Áður hef ég oft notað Viber, sem er reyndar mjög skemmtilegt forrit, en sambandið er yfirleitt ekki eins gott á Viber og á FaceTime og þar fyrir utan gleymi ég oft að nota það. Hinsvegar er mjög auðvelt að muna að slá frekar á FaceTime Audio hnappinn í staðinn fyrir símanúmerið hjá ‘kontaktinum’ í símanum og um að gera að venja sig bara á þetta því ekki einasta kosta svona símtöl stjarnfræðilega lítið miðað við hefðbundin, heldur er sambandið yfirleitt mikið betra og það skiptir engu hvar manneskjan sem þú vilt tala við er stödd á jörðinni, svo lengi sem hún er bara í góðu netsambandi.
iMessage er líka mjög skemmtilegt smáforrit en það gerir öllum sem eru með iPhone kleift að senda ókeypis SMS bæði úr tölvunni og símanum svo lengi sem net-tengin er fyrir hendi. Þá þarftu bara að skrá þig inn á iMessage í símanum með því að nota Apple auðkennið þitt.
Happy Apple’ing.
Ef þú vilt lesa meira um FT Audio smelltu hér.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.