TÆKNI: Kynning á nýjum lit Samsung Galaxy S7 + ótrúlega góð myndavél

TÆKNI: Kynning á nýjum lit Samsung Galaxy S7 + ótrúlega góð myndavél

galaxy_s7_pink03

KYNNING: Ef þú ert að spá í að fá þér nýjan síma þá er kannski spurning um að tékka á Samsung Galaxy S7?

samsung-galaxy-s7-rose-pink-gold-dealsSíminn hefur fengið rosalega góða dóma en eitt af því sem þykir best við hann er myndavélin sem er víst alveg mögnuð.

Galaxy S7 er fyrsti síminn sem býr yfir Dual Pixel tækni, sama tækni og er að finna t.d. í Canon EOS 80D myndavélinni og sú er mikið notuð af fagmönnum í ljósmyndun.

Þú getur myndað fljúgandi fugla og flotta fótboltamenn

Aðrir snjallsímar nýta eingöngu brot af pixlunum í myndavélinni til þess að fanga viðfangsefnið og stilla sjálfkrafa fókus en með Dual Pixel nýtir myndavél símans alla pixlana til þess að fókusa sjálkrafa mjög hratt og það getur komið sér vel þegar maður er á ferð og flugi að mynda allt þetta skemmtilega sem fyrir augu ber.

Þannig að ef þú notar símann þinn mikið til að taka myndir og finnst gaman að taka myndir sem þú kannski prentar út eða notar í annað en að pósta rafænt á Instagram eða annarsstaðar þá ættirðu að kíkja aðeins betur á Samsung Galaxy S7.

Þessi vinsæli sími kom svo nýlega á markaðinn í roðagylltum lit (Rose Pink eða Rose Gold) en sá litur er alveg sá allra heitasti í dag enda fáránlega, yndislega flottur hvernig sem á hann er litið.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Nova.is en þar kom roðagyllti síminn í sölu í fyrradag og er nánast uppseldur þegar þetta er skrifað !!!

Til gamans birtum við hér, ásamt símanum góða, mynd af fallegu Rolex úri í litnum fagra ásamt sparilegum hælaskó 👠

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest