í App Store er hægt að sækja ferlega skemtilegan leik sem heitir Draw Something eða “Teiknaðu eitthvað” og er hann frekar heitur í vinahópnum mínum þessa stundina.
Leikurinn gengur út á að þú færð gefin upp þrjú orð sem þú velur eitt úr og teiknar þannig og á mótspilarinn á að giska hvað þú ert að teikna.
Hægt er að sækja sér leikinn á 2.99$ fyrir iPhone og iPad hér en hann er sannarlega þess virði og þarftu enganvegin að vera teiknisnillingur til að spila leikinn.
Ég og Guðný pjattrófa erum að spila á móti hvor annarri og erum við komin með 60 myndir sem okkur hefur tekist að giska á hjá hvor annarri í röð og er það algjört met hjá mér en tilgangurinn er að ná sem flestum myndum réttum án þess að klikka.
Ef þú átt iPad eða iPhone, keyptu þér þennan leik og virkjaðu listamanninn í þér.
Hér má sjá mynd sem ég teiknaði fyrir pjattrófuna Guðnýju en hvað ætli þetta sé *hmmmm*
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.