TÆKNI: Any Do – Skipulagsappið sem lætur mig framkvæma hlutina

TÆKNI: Any Do – Skipulagsappið sem lætur mig framkvæma hlutina

anydo_featuredimageÉg er skapandi framkvæmdamanneskja. Skapandi framkvæmdamanneskja sem framkvæmi stundum bara einn fjórða af því sem mér dettur í hug að skapa og svo er ég kominn í eitthvað allt annað.

anydoSumir myndu kalla þetta ADHD en mér finnst fallegra að titla mig sem skapandi framkvæmdamanneskju (sem framkvæmi stundum bara margt á sama tíma).

Líf skapandi framkvæmdamanneskju getur verið bæð flókið og furðulegt ef hún er ekki með einhverskonar formúlu til að halda utan um bæði sköpunar og framkvæmdahliðina. Með öðrum orðum; skapandi framkvæmdamanneskjur verða að skrifa ALLT niður ef þær ætla sér að vera meira en bara skapandi, það er að segja framkvæma líka hlutina.

Alltaf með símann

Nú er ég með símann í hendinni alla daga allann daginn, eða svo gott sem. Ég viðurkenni að ég kíki jafnvel í hann þegar ég er að keyra.

Ég reyni því að nota þetta apparat í sem flest og mest og hef prófað mörg öpp til að hjálpa mér að einfalda þetta með framkvæmdirnar. Trello, Notes, Evernote, dagatalið og margt annað sem hefur ekki virkað neitt stórkostlega vel.

Fyrir nokkrum vikum rakst ég svo á app sem hefur reynst mér alveg frábærlega. Appið heitir Any.Do og þú getur notað það í símanum og tölvunni, bæði sem forrit og í vafra.

Útlitshönnun appsins er mjög, mjög einföld sem er MJÖG gott fyrir fólk með flókna heila. Það er þá minna að trufla mann í viðleitninni til að einfalda tilveruna.

Um leið og ég fæ hugmynd, eða man eftir einhverju sem ég þarf að framkvæma, þá skrifa ég það hjá mér í Any.Do appið, – hvort sem er í símann eða tölvuna. Ég get forgangsraðað með því að draga atriðin upp eða niður og það er líka hægt að stilla á deadline og dagsetningar (sem ég reyni að nota minna).

screen480x480Einn listi fyrir ALLT

Ég var lengi bara með einn lista fyrir ALLT en núna er ég með þrjá.

Einn fyrir ALLT, einn fyrir það sem þarf að kaupa inn og þriðja fyrir hugmyndir að pistlum og greinum.

Hugmyndir eru jú þannig að þær bara detta allt í einu í kollinn á manni og ef maður skrifar þær ekki hjá sér þá er hætt við því að þær bara svífi útum eyrað á þér og inn í næsta koll. Svo ef hún mætir þá er um að gera að skrifa hana hjá sér.

Þegar ég er búin að framkvæma hugmyndina, eða verkið, strika ég af listanum og hristi svo símann. Þá gellur við skræk og hressandi íkornarödd sem segir mér að ég sé Awesom!. Það er skemmtilegt.

Any.Do Appið er til fyrir alla síma og það er hægt að kaupa einhverja pró útgáfu en ég er enn ekki komin svo langt. Þú getur nálgast það HÉR.

Virkilega gagnlegt og gott app sem hefur reynst mér vel. Vonandi hjálpar það líka þér og öðrum skapandi framkvæmdamanneskjum 😉 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest