Filmon.com er frábær vefur fyrir fólk sem hefur gaman af því að horfa á sjónvarp því þar er hægt að nálgast yfir 500 stöðvar á einum stað.
Meðal annars er í boði að horfa á breskar stöðvar, allt frá BBC, Channel 4, ýmsar fótbolta og íþróttastöðvar m.a. UFC og allt í beinni. Karlinn ætti að verða ansi hress með það 😉
Þú þarft ekki að skrá þig á Filmon en það ef þú vilt gera það þá kostar það ekki krónu. Þú getur tekið upp efni þarna inni og horft á það seinna en hægt er að skoða dagskránna fram í tímann með því að smella á viðeigandi hlekk.
Þetta er nú örugglega með því skemmtilegasta sem komið hefur á netið upp á síðkastið. Myndgæðin eru ekki stórkostleg en nógu góð samt og ef þú vilt auka þau er bara að kaupa áskrift að HD.
Það besta er samt að þau sem eiga Apple TV og iPhone eða iPad geta streymt þráðlaust beint í sjónvarpið og þá ertu farin að horfa á BBC bara heima hjá þér 😉
Kíktu á þetta. Algjör snilld… Ef þú kaupir Apple TV hjá iStore (kostar um 24.000) renna 1000 kr í iBörn styrktarsjóðinn sem styrkir iPad gjafir til fatlaðra barna.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.