Allrecipes.com er ein stærsta uppskriftasíða á netinu. Hún er bandarísk að upplagi, svo þú getur fundið ýmsar útgáfur af graskersbökum og pönnukökum þarna en hún hefur notendur um allan heim og uppskriftir frá öllum heimshornum.
Þú getur leitað eftir uppskrift eða innihaldsefni eða uppskriftategund, skoðað uppskriftasöfn fyrir hin ýmsu tilefni, horft á myndbönd, lesið greinar, lært nýja hluti og spjallað við aðra notendur. Allrecipes hefur líka ágætt úrval af hollari uppskriftum og uppskriftum úr ódýrum hráefnum.
Það er hægt að gerast notandi (auðvelt og ókeypis) og þá geturðu safnað uppskriftum í uppskriftabox og gert fleiri skemmtilega hluti. Það sem mér finnst hins vegar merkilegast er að þeir eru búnir að gefa út app fyrir iPad sem er svo miklu flottara en heimasíðan þeirra!
Nú er ég (næstum) búin að leggja öllum uppskriftabókunum og stilli iPadnum bara upp inni í eldhúsi og elda það sem hugurinn girnist. Namminamm.
Hérna eru nokkrar uppskriftir sem mér líst ansi vel á:
Þið getið lesið uppskriftirnar sjálfar hér: