Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með Instagram myndirnar sínar. Um daginn prófaði ég að skrá mig á StickyGram, velja nokkrar myndir og panta sem segla á ísskápinn hjá mér.
Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag beið mín sendingin í pósthólfinu en það eru eingöngu nokkrir dagar síðan ég lét inn pöntun og kostuðu herlegheitin ekki nema tæpa 15$ með sendingarkostnaði.
Myndirnar koma ofboðsslega vel út og er mjög auðvelt að tileinka sér notkunina á forritinu. Það eina sem þú þarft að gera er að tengja Instagram aðganginn þinn við StickyGram, velja nokkrar myndir og greiða með PayPal eða Kreditkorti.
Nokkrum dögum seinna ertu komin með níu persónulega segla upp á ísskápinn sem gleðja augað og gera skápinn persónulegri. Mjög einfalt og skemmtileg og persónuleg gjöf!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.