Vinnufélaginn minn benti mér á leik sem heitir Word With Friends en leikurinn er eins og gamli góði Scrabble nema þú spilar hann í gegnum símann þinn.
Appið er fyrir Android, iPhone og Facebook og er hann ferlega ávanabindandi þar sem þú spilar m.a. við vini þína sem gerir leikinn en skemmtilegri og í leiðinni erfiðari.
Á tímabili þegar ég var nýbyrjuð að spila Words With Friends töluðum við turtildúfurnar á heimilinu varla saman þar sem við vorum niðursokkin í að finna ný orð og fá sem mest af stigum, en sem betur fer hefur okkur tekist aðeins að ná nefinu frá símanum og grípum við í leikinn þegar við eigum lausa stund.
Ef þér þykir gaman að leggja kapal og spila rólega leiki, þá mæli ég með að prófa Words With Friends, leikurinn eykur einnig enska orðaforðann sem er ekki verra.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.