Eftir að hafa hafa gert skoðanakönnun á Facebook síðunni komumst við að því að tækniumfjöllun á erindi við lesendur síðunnar og ætlum við því að byrja á að einbeita okkur að viðbótum (apps) fyrir iPhone og iPad – enda eru það frábærustu tækin!
Eins og Rósa Stefáns skrifaði um daginn er iPaddinn allt í senn bíó, útvarp, kort, gps tæki, tölvupóstur, dagbók, tímarit, skólatölva, heilsurækt, jógatími, fésbók, tískusýning, sími og svo mætti lengi, lengi telja. Svo lengi að við ætlum að taka reglulega fyrir (apps) það sem kemur að góðu gagni í iPad (og iPhone).
Allir foreldrar ættu að eiga iPad enda er svo auðvelt og öruggt fyrir krakka að nota tækið.
Dóttir mín sex ára er þegar orðin mikil iPad kona. Hún horfir til dæmis á Harry Potter myndirnar í græjunni, fer í tölvuleik þar sem hún rekur dýrahárgreiðslustofu og lærir ensku og ítölsku með því að smella á viðeigandi myndir. Svo skoðar hún Youtube myndbönd og hlustar á tónlist og leikrit.
En rétt áðan var ég að fatta að það er hægt að ná í alla Leynifélagsþættina á Hlaðvarpi Rúv. Þetta þykir mér mikil snilld því nú get ég unnið í heimilistölvunni meðan hún situr í herberginu sínu, málar myndir og hlustar á Leynifélagið.
Ég hleð þáttunum inn í iPaddinn beint í gegnum iTunes og það heyrist ekki múkk í þeirri litlu. Hún situr bara og dundar sér og hlustar.
Vonandi verða fljótlega sett á markað einhver íslensk kennsluforrit (apps) fyrir iPad. Það væri svo ljómandi ef hún gæti t.d. æft sig í stærðfræði eða eitthvað í þeim dúr með íslenskri leiðsögn. iPadinn er nefninlega kominn til að vera!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.