Margir halda að forritun sé eitthvað sem strákar hafa bara áhuga á (eða geta gert), er ótrúlega nördalegt að vinna við og getur enganvegin verið skemmtilegt.
Ef þú ert stelpa sem hefur gaman að þrautum, gaman af því að leysa verkefni, gaman af því að hanna og gaman af því að skapa, þá er forritun eitthvað sem þú ættir að skoða.
Í alvöru! Ég er ekki að grínast.
Svo sakar heldur ekki að laun í tölvugeiranum eru góð, vinnutíminn er sveigjanlegur og starfsmöguleikarnir endalausir.
Ef þig hefur alltaf langað til að kynnast því um hvað forritun snýst, hvað er gert og vilt komast að því hvort þetta sé eitthvað sem þú hefur áhuga á, kíktu þá á Codeacademy.com, en hún kennir manni á einfaldan hátt hvernig forritun virkar.
Endilega prófaðu, forritun gæti komið þér á óvart!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.