Iphone síminn er hreint út sagt frábær græja og hefur alltaf tekið frábærar myndir en nú er komin skemmtileg viðbót á iPhone iOS 4 símann – lítil linsa sem súmmar inn allt að 8x sinnum meira en án hennar.
Það eru allir alltaf með símann á sér og iPhone síminn tekur alveg frábærar ljósmyndir en það væri nú ekki amalegt að geta tekið enn betri myndir með því að snara út eins og einni nettri linsu.
Með telephoto linsunum fylgir hulstur, lítill þrífótur (myndirnar verða enn stöðugri en í hendi) og klútur til að þrífa linsuna.
Verð að játa að ég er með algera ljósmyndadellu og á ekki iphone símann en nú er komið að því að ég hreinlega verð að eignast einn slíkan -því þetta er alger snilld!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.