Tæknióða Pjattrófan er búin að hanga í nýja iPaddnum alla daga og öll kvöld, fikta og stúdera hægri vinstri og því meira sem ég kynnist græjunni því ánægðari verð ég með hana.
Í gær uppgötvaði ég gömlu góðu borðspilin!
Hver man ekki eftir Lúdó, Yatzy, Reversi og fleiri borðspilum ?
Ég náði mér í Ludo í gær og prófaði að spila við næstum því fjögurra ára gamla guttann á heimilinu og það varð heldur betur kátt í höllinni hjá litla manninum.
Í kvöld sóttum við svo turtildúfurnar okkur Catan sem er eitt af uppáhaldsspilunum okkar og erum við búin að vera spila í allt kvöld en að sjálfsögðu vann Pjattrófan.
Þessi græja á heldur betur eftir að stytta okkur stundir og auka gæðastundir í fjölskyldunni, það er alveg á hreinu!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.