Í einni fallegustu borg heims, San Francisco, er lítið fyrirtæki sem heitir DODOcase. DODOcase býr til handunnin hulstur fyrir iPad með sömu tækni og efnum og harðspjaldabækur eru búnar til úr. Öll hulstrin sem fyrirtækið selur eru handunnin með þessarri aldagömlu tækni.
[vimeo width=”500″ height=”281″]http://vimeo.com/20758801[/vimeo]
DODOcase sendir til Íslands og þú getur valið litinn á hulstrinu þínu svo það passi nú örugglega við veskið, skóna eða varalitinn 😀 – DODOcase selur líka hulstur fyrir Kindle og Blackberry Playbook. Mér finnst líka óttalega töff að klæða svona nútímalega græju í svona gamlan, klassískan búning og fá í leiðinni þá upplifun að þú sért með ‘alvöru’ bók í höndunum.
Svo virkarðu líka óttalega gáfuleg að spranga um með leðurbundnu ‘bókina’ þína og engum dettur í hug að þetta sé iPad!
Ef þú ert handlagin og buddan orðin léttari eftir iPad kaupinn þá geturðu líka spreytt þig sjálf við bókagerðina með þessum leiðbeiningum um það hvernig þú föndrar hulstur utan um iPadinn þinn sem lítur út eins og stór Moleskine bók.
Moleskine eru ítalskar frægar skissu/glósubækur sem eru notaðar af öllum alvöru avant-garde listamönnum, hönnuðum og frægum listamönnum eins og Hemingway, Oscar Wilde og Pablo Picasso.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.