Þau sem eiga iPhone kannast flest við forritið Instagram en það er vinsælasta ljósmyndaforritið á iPhone og má segja að það sé nokkursskonar Facebook ljósmyndanna.
Margir hugbúnaðarsérfræðingar hafa gert allskonar forrit ofan á Instagram og má þar nefna forritið Instapost en það er forrit sem gerir notendum kleift að sækja allar Instagram ljósmyndirnar sínar og senda þær sem póstkort.
Undanfarna daga hefur verið tilboð á þessum póstkortum og kostar aðeins 0.99$ að senda kortið, en það eru 125 kr. íslenskar og skiptir engu máli hvar þú ert í heiminum, kortið kostar alltaf það sama.
Forritið er einfalt í notkun, þú velur mynd, skrifar texta og smellir á send. Eftir nokkra daga er póstkortið komið í hús og þú hefur glatt þann sem þér þykir vænt um.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.