Tæknina ber víða við en nú er hægt að fá tvö einkar framúrstefnuleg baðföt sem hugsanlega verða algengari í framtíðinni:
iKini – Bikiní sem hleður græjurnar þínar
Þetta bikini hleður græjurnar þínar meðan þú liggur í sólbaði!
Bikiníið er úr sólarrafhlöðum og með tengi til að tengja græjurnar við. Hvert bikiní er handunnið og tekur um 80 klst í framleiðslu. Kostar samt ekki nema 200 dollara, eða um 23.000 kr. Þeir segja að iKini þoli vatn en ég myndi samt ekkert fara að dýfa mér ofan í sundlaugina með iPodinn í hleðslu…
Þrívíddar prentað bikiní
Þetta bikiní er prentað að öllu leyti í 3D prentara, líka smellur og festingar. Það er semsagt enginn saumaskapur! Það besta er svo að þetta bikiní er hægt að fá sérprentað þannig að það passi þínum líkama sem best. Bikiníið er hönnun tveggja ungra kvenna undir merkinu Continuum fashion… og verðið? Rúmir 200 dollarar!
[vimeo width=”500″ height=”281″]http://vimeo.com/24435512[/vimeo]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.