Nú þegar bensín hefur snarhækkað hafa ansi margir gripið til þess ráðs að losa sig við bílinn eða keyra minna. Þá eru reiðhjólin sótt geymslu og hjólað til og frá vinnu. Reiðhjól eru frábær uppfinning, ódýr í rekstri og þú kemst fljótt í mjög gott form og færð frískt loft í lungun ef þú bara hjólar í 20 mínútur á dag.
Síðustu sumur hef ég reynt að lengja og njóta sumardagana með því að hjóla til og frá vinnu. Tók ég þá oft stærri hjólarúnt eftir vinnu til að fríska mig upp og á frídögum hjólaði ég með vinkonu eða ein úr Norðlingaholtinu niður í 101 Reykjavík enda nóg af reiðhjólastígum sem gaman er að hjóla eftir.
Nú um daginn þegar ég var að hjóla úr Norðlingaholtinu í gegnum fallega Ellíðadalinn með 18 mánaða gömlum syni mínum sem farþega í reiðhjólastól, hringdi síminn stöðugt og gat ég ekki annað en hugsað hvað þetta væri allt auðveldara ef ég væri með statíf undir iPhone-inn á stýrinu, þá þyrfti ég ekki stöðugt að stoppa til að ná í símann úr töskunni minni!
Þannig að ég fór í epli.is og fann einmitt svona tæki til að setja á stýrið (passar einnig fyrir Blackberry).
Tækið heitir Tigra Bike Mount og er sérhannað fyrir iPhone 3G, 3GS, 4 og iPod touch 3.
Alveg ótrúlegt hvað er hægt að létta á manni með góðri hönnun því nú þarf ég ekkert að stoppa hjólatúrinn til að svara í símann. Standurinn er líka hannaður til að þola allskonar veður og vinda.
Einnig er hægt að fá iPhone/iPod stand til að festa í bílinn, annaðhvort á framrúðu eða mælaborð. Þrælsniðugt fyrir alla með iPhone eða iPod og þá sem eru komnir með GPS leiðbeiningartæki í iPhone símanum.
Verðin á iPhone stand í bílinn rokka frá 3,990-6,490.-
og iPhone statíf á hjólið kostar 10,990.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.