Hversu fínt væri að ‘dressa’ símann sinn upp sem til dæmis ‘hunangsbangsa’? Þessi frábæru iPhone hulstur frá fyrirtækinu ANICASE eru ekki bara sjúklega krúttleg heldur genga þau einnig tilgangi (fyrir utan að verja símann)…
…Það rennur nefninlega 10% af ágóða hulstranna til dýrategunda í útrýmingarhættu ásamt því að vekja athygli á dýrategundinni. Hulstrin líta út eins og dýrategundir í útrýmingu og innan í þeim eru svo smá upplýsingar um tegundina og kort sem sýnir hvaðan þau koma.
Sniðugt!!
Hulstrin passa á iPhone 4 og 4S og kosta 20$. Með því að kaupa svona hulstur fær maður bæði frábæran búning á símann sinn og gerir góðverk á sama tíma. Mæli með að iPhone eigendur ‘tékki’ á þessu!
Það er hægt er að kaupa hulstrin HÉR.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.