Langar þig til að hlusta á íslenskar útvarpsrásir í iPhone-inum þínum, eða hvaða útvarpsrás sem er, hvar sem þú ert í heiminum?
Náðu þá í Tunein appið og settu það í símann hjá þér eða iPadinn.
TuneIn má einnig nota beint af netinu á þessari heimasíðu. Það er einstaklega þægilegt hvað viðmótið varðar og ef þú stofnar notendaaðgang getur þú gerst áskrifandi að eftirlætis útvarpsþáttum þínum. TuneIn leggur einnig til stöðvar og þætti sem þú gætir haft gaman af og hægt er að stilla það þannig að þegar þú hristir símann, lendirðu á nýrri rás.
Þú getur líka leitað eftir vissum tónlistarstefnum og látið appið vekja þig á morgnanna með útvarpinu svo fátt eitt sé nefnt… mjög skemmtilegt.
_________________________________________________
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.