Heldur þú að það séu bara strákar sem spila tölvuleiki? Ekki aldeilis! Þegar miðað er við leiki á símunum okkar, iPad og á Facebook þá stöndum við stelpurnar okkur betur en þeir!
Og það er sko margt til annað í boði en Angry Birds þegar kemur að tölvuleikjum fyrir farsíma og iPad. Hér koma 3 leikir sem ég gleymdi mér gjörsamlega yfir…
My Clinic; Í þessum leik byggir þú upp læknastofu með öllu tilheyrandi. Þú þarft að eiga við undarlega sjúklinga, ráða inn starfsfólk, kaupa græjur og húsnæði og safna reynslu. Þessi leikur minnir um margt á hina klassísku Sims leiki sem við elskum allar. Þú getur boðið vinkonu að spila þennan leik líka og þið eruð þá ‘vinir’ í leiknum.
Moonfell Wood; Þetta er ævintýraleikur þar sem þú vaknar upp sem prinsessa eftir að hafa sofið í 100 ár og uppgötvar að þú ert alein í höllinni svo þú ferð út að leita að fólkinu. Þú safnar hlutum á ferð þinni, leysir þrautir og svo er auðvitað vond norn þarna einhvers staðar. Klassískur ævintýraleikur og mjög skemmtilegur.
Nature Sound; Tæknilega séð er þetta ekki leikur en mér finnst þetta app samt eiga heima á þessum lista. Nature sounds er til bæði fyrir iPad og iPhone. Þetta app leyfir þér að velja á milli fjölda náttúruhljóða og fallegra mynda sem þú getur spilað meðan þú slakar á, hugleiðir og safnar orku. Meðal annars eru rigningarhljóð, hvalir, ölduhljóð, frumskógarhljóð og fossar í boði. Þú getur einnig sett saman þitt eigið mix, útbúið þína eigin ´playlista´ og blandað saman hljóðum. Þetta app getur þú líka notað til að mynda frábæra ´spa´ stemmingu heima fyrir.
Ég skal lofa því að eftir 10 mínútur af þessum ‘leik’ veistu varla lengur hvað stress er!