Viber er ein skemmtilegasta og gagnlegasta viðbótin sem ég hef hingað til fundið fyrir símann minn. Þetta er forrit sem gerir manni kleyft að hringja ókeypis til allra, hvar sem þeir eða þú eruð stödd í heiminum.
Þannig gat ég setið á kaffihúsi í Sevilla á Spáni og spjallað við mömmu sem var stödd á Laguna Beach í Kaliforníu og við borguðum ekki eina einustu krónu.
Ég get líka hringt frítt í vinkonur mínar sem eru með iPhone hér á Íslandi og já – við borgum ekki aur. Eina skilyrðið er að vera í wi-fi eða 3G sambandi og það er maður oftast, (nema hvað að erlendis er ekki gott að nota 3G því það gæti farið í niðurhal).
Sambandið er oft mikið betra en venjulegt símsamband svo lengi sem wi-fi tengingin er góð og þú ert ekki á ferðinni um íbúðina á meðan rabbað er í símann.
Svo tært er sambandið að stundum finnst manni eins og manneskjan sé hreinlega í herberginu. Og munurinn á þessu og Skype er t.d. sá að þú þarft ekki sérstaklega að stofna notendaaðgang og skrá þig inn heldur er þetta bara eins og sími.
SMELLTU HÉR TIL AÐ NÁ Í VIBER
Ef þú átt iPhone þá skora ég á þig að ná í Viberinn núna! Og þetta á sérstaklega við fólk sem flakkar á milli landa því það er svo gott að geta bara hangið í símanum, talað til útlanda og vitað að það kostar ekki aur.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.