Hún Rósa Stefáns birti um daginn frábært uppskrifta app fyrir iPadinn, Allrecipies. Ég var að finna annað sem mér finnst alveg frábært en það heitir Good Food og er framleitt af BBC.
Reyndar er hægt að fá nokkrar gerðir af þessum öppum frá Good Food BBC og þannig geturðu valið um t.d. Good Food for Friends, Good Food Healthy og Good Food Quick ásamt fleiru en ég er auðvitað búin að ná mér í þau öll. Heimasíðan á BBC er svo alveg frábær en þar er heill hafsjór af góðum uppskriftum.
Mér finnast þessi öppp æði af því ekki einasta er þarna fullt af girnilegum og einföldum uppskriftum heldur vistar appið líka innkaupalistann. Þannig þarftu ekki að skrifa neitt niður eða prenta út og vera með vesen. Þú velur bara þær uppskriftir eða þá uppskrift sem þig langar að prófa, vistar í ‘Favorite’, vistar ‘Shopping list’ og tekur svo bara símann eða iPaddið með í Hagkaup og kaupir inn það sem þú þarft í uppskriftina. Auðvitað eru svo tilgreindar hitaeiningar og allt það í appinu.
Ég er er þegar búin að elda nokkra rétti með því að nota þessi öpp frá BBC og verð að segja að mér finnst þetta algjör sgnilld. Reyndar finnst mér flest frá Apple vera æpandi snilld en það er önnur saga.
Hér er ein fislétt uppskrift sem er alveg æði. Prófaðu…
Sætar bakaðar kartöflur með túnfisk og grískri jógúrt
- 4 litlar, sætar kartöflur
- 185 grönn túnfiskur í vatni (dós)
- 1/2 rauðlaukur, fínt skorinn
- 1 lítið, rautt chili, hreinsaðu fræin og skerðu smátt
- safi úr 1 lime
- 6 matskeiðar grísk jógúrt
- Handfylli af kóríander laufum
Þrífðu kartöflurnar og stingdu götum í með gaffli. Settu á hæsta hita í örbylgjuofni í 18-20 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar. Skerðu í helminga og leggðu á disk með skorna hlutann upp. Settu túnfiskinn á kartöflurnar, rauðlauk og chili ofan á. Kreistu lime safann yfir, þá jógúrt og svo saxað kóríander yfir allt saman.
Seðjandi, gómsætt og hrikalega hollt, sérstaklega fyrir stelpurnar sem eru duglegar í ræktinni og auðvitað allar hinar.
Smelltu HÉR til að skoða appið og síðuna og smelltu HÉR til að kaupa appið fyrir iPhone eða iPad.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.