Hér kemur eitthvað fyrir þá sem hafa gaman af því að prjóna og skapa! KnitBird heitir þetta sniðuga teikniforrit sem gerir prjónafólki kleift að hanna einstakar flíkur…
…Bæði er hægt að notast við myndir út tölvunni eða bara hugmyndaflugið en forritið er vel búið mismunandi tólum sem auðvelda þér að teikna og hanna. Forritið inniheldur svo öll helstu táknin sem notuð eru í uppskriftum.
Þegar þú hefur lokið við að hanna og fullvinna þína eigin mynd þá er hægt að vista munstrið sem PDF skjal eða JPG.
Forritið virkar bæði á PC og MAC og kemur á íslensku og ensku en að sjálfsögðu eru íslendingar sem standa á bak við þetta forrit.
Smelltu HÉR til að kaupa þetta snilldar forrit – það kostar 30 dollara eða tæpar 4000 krónur.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.