Það er nú orðið þannig að langflestar myndir sem við tökum nú til dags eru teknar á farsímann og langflestir hættir að nenna að taka með sér myndavélina, nema þá fyrir einhver sérstök tilefni.
Ég viðurkenni fúslega að ég er ein af þeim og langflestar skemmtilegustu myndirnar sem ég hef tekið undanfarið eru teknar á símann og myndavélin hefur alveg orðið útundan. En það er hætt við að þú glatir myndunum sem þú tókst á símann, því hver hefur líka tíma til að vera endalaust að færa myndirnar inn á tölvuna með einhverri snúru? Það er eitthvað svo mikið 2009.
Í staðinn mæli ég með Lightbox appinu fyrir Android. Lightbox notarðu til að taka ljósmynd, svo nýtirðu þér einn af 14 innbyggðum filterum til að gera myndirnar enn flottari, ýkt litina eða gert myndirnar svarthvítar. Svo deilirðu myndinni, ef þú vilt, inn á Facebook, Twitter, Tumblr og Foursquare svo vinir og fjölskylda geti séð.
Það sem Lightbox gerir, sem önnur svipuð forrit gera ekki, er að myndirnar þínar safnast allar inn á Lightbox prófílinn þinn á netinu og verða því aðgengilegar í hvaða tölvu sem er. Þetta þýðir að þú þarft ekki að taka afrit af myndunum þínum reglulega, heldur gerist þetta allt saman sjálfkrafa! Semsagt: engin snúra lengur. Jei!
[youtube width=”640″ height=”390″]http://www.youtube.com/watch?v=zuYV_rLn548[/youtube]Lightbox prófílsíðan er líka ansi flott, hún er eins og þitt eigið myndaalbúm á netinu og Lightbox er ókeypis, virkar á alla Android síma og þú getur náð í appið í Market á símanum þínum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.