Nú er hægt að fá skemmtilegt app í iTunes sem heitir Photo Tangler og er það algjörlega ókeypis.
Að sjálfsögðu greip ég tækifærið og náði mér í eitt eintak og eftir að hafa fiktað smá í því, þá varð ég nokkuð hrifin.
Appið er skemmtileg viðbót í ljósmyndaforritsflóruna en það gerir notandanu kleift að blanda saman myndum í eina og það sér um að “blura” og koma með listræna takta í myndina.
Hér fyrir neðan eru tvær myndir sem ég gerði einn, tveir og bingó til að sýna ykkur, en þetta kemur bara nokkuð vel út! En ég mæli með að kíkja á Youtube-ið til að sjá hvernig þetta virkar.
____________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=2GBiQlVyQEI[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.