Apple setti á markað nýtt forrit sem gerir notendum kleift að gera snertibækur (e. multi-touch books) fyrir iPad.
Það er hægt að setja í þær myndaalbúm, myndbönd, gagnvirk gröf og myndir, þrívíddar hluti og fleira og má segja að ný vídd sé að opnast í bókagerð þar sem hefðbundnar bækur bjóða ekki upp á þessa möguleika.
Kíktu á myndbandið sem kynnir snertibókina fyrir iPad
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Z6HeyTldraw[/youtube]Myndirnar voru fengnar að láni frá http://www.apple.com/ibooks-author/
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.