Á föstudaginn næsta verður haldinn Íslenski markaðsdagurinn og koma þar fram margir spennandi fyrirlesarar sem kynna marga áhugaverða hluti.
Einn fyrirlesturinn vakti áhuga hjá mér en Henry Mason frá Trendwatching.com mun koma og halda fyrirlestur um 12 mikilvægustu strauma og stefnur á neytendamarkaði, en eftir að hafa gúgglað fyrirtækið sá ég að eitt af aðal trendunum fyrir árið 2012 eru tæki, tól og forrit sem hjálpa fólki að fylgjast með heilsunni sinni.
Það er ekki nóg með það að í dag er hægt að kaupa allskonar tæki sem hjálpa okkur að fylgjast með heilsunni eins og blóðþrýstingsmæli sem er tengdur við símann þinn, vikt sem sendir þráðlaust upplýsingar um þyngd þína, fitu prósentu og vöðvamassa heldur eru komin núna forrit sem eru einfaldlega læknisforrit.
Tæknin í dag er nefnilega orðin þannig að nú getur þú með hjálp hennar notað t.d. forritið Skin Scan til að athuga hvort að fæðingabletturinn sem þú ert með á brjóstinu sé á því stigi að þú þurfir að leita til læknis. Reykingamenn geta fylgst með lungunum sínum í gegnum forritið Lungs og þú getur með mörgum forritum tekið stöðuna á púlsinum á þér.
Henry Mason er reynslumikill fyrirlesari og hefur getið sér gott orð í faginu en hann er með háskólagráðu í stjórnmálum og alþjóðasamskiptum og hefur mikinn á huga á að skilja breytingar sem eiga sér stað, bæði í samfélögum, viðskiptum og pólitík.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.