Á morgun verður Íslenski markaðsdagurinn haldinn hátíðlegur í Hörpunni þar sem margir spennandi fyrirlestrar verða haldnir.
Viðfangsefnin koma frá mörgum áttum en þarna verða bæði íslenskir og erlendir fyrirlesarar sem fjalla um snjallsímatækni, vefsíðugerð, neytendahegðun og fleira.
Einn fyrirlesturinn greip athygli mína en Jessica Butcher mun halda kynningu á forriti sem heitir Blippar sem er glænýtt forrit í snjallsíma.
Hvað er svona töff við Blippar?
Þú kannast kannski við QR strikamerkið og hvernig það virkar (skannar inn strikamerkið á vörunni og svo getur þú t.d. flett upp vörunni á Netinu og gert verðkönnun), en þetta forrit er nokkursskonar QR strikamerki… nema á sterum.
Blippar virkar þannig að auglýsendur setja Blippar logo-ið t.d. í tímarit við hliðina á vörunni og ef lesandinn vill fá meiri upplýsingar um vöruna þá getur hann tekið mynd af henni með forritinu og upp koma meiri upplýsingar eða jafnvel myndir í þrívídd sem leyfa lesandanum t.d. að máta vöruna eða gera sér betur grein fyrir því hvernig hún virkar eða lítur út.
TÖÖFF!!….
Þessi tækni er ótrúlega skemmtilegt tækifæri fyrir auglýsendur að ná betur til viðskiptavina sinna á umhverfisvænan og nýtískulegan hátt.
Ætli næsta slagorðið í tækniheiminum verði “Blippaðu það” í staðinn fyrir “Googlaðu það” ?
Kíktu á myndbandið!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mJP9GkY72uQ[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.