Skóhönnuðurinn Christian Louboutin er í algjöru uppáhaldi hjá mér enda hannar hann algjörlega gullfallega skó.
Nú stendur yfir sýning á hönnun hans í The design museum of London en þar má sjá hönnunarsögu hans frá upphafi: Skissur, teikningar, framleiðsluferlið og sjálfa skóna.
Fjölbreytt hönnun
Hönnunin er fjölbreytt, allt frá strigaskóm til hágæða glamúr og glimmer skó. Margir hverjir “to die for” því þeir eru svo sjúklega fallegir! Sýningin er skemmtilega uppsett, farið er bæði í kabarett stílinn og eins hágæða glamúr stílinn.
Þeir sem elska fallega skó og eiga leið til Lundúna á næstunni ættu ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara! Sýningin stendur til 9. júlí.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.