Það verður mikið um dýrðir í Vatnsmýrinni í júlí þegar sex litrík sirkustjöld rísa upp og mynda spennandi SIRKUS ÞORP sem mun standa dagana 4.-14.júlí
Llifandi stemning verður allan daginn í þorpinu á meðan hátíð stendur en auk sirkussýninga verða í boði sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna, sirkusljósmyndasýning, óvæntar uppákomur, kaffihús, götuleikhús og skeggjaða konan heilsar upp á gesti.
Virklega spennandi og skemmtileg tilbreyting fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík og sannarlega eitthvað sem börnin hafa mjög gaman af að upplifa.
Sýning sem enginn vill missa af!
Í tengslum við hátíðina mun svo hinn ofurmagnaði Cirkús Cirkör mæta til landsins og setja upp sýningu í samstarfi við Borgarleikhúsið. Sýningin heitir Wear it Like a Crown og tónlistin er eftir Rebekku Karijord.
Wear it Like a Crown er síðasti hluti trílógíu um líkamann og möguleika hans. Fyrsti hlutinn var 99% Unknown og miðhlutinn kallast Inside out. Sýningin fjallar um það að velja að bera galla okkar og mistök, hræðslu okkar og vankanta sem kórónu/djásn.
Á hringsnúandi sviði, hreyfa sirkuslistmennirnir sig í heimi tálsýna, skuggaleiks, hnífakasts, loftfimleika, juggls og leiks. Sex ólíkir persónuleikar, einmanna og einir í heiminum að þeim finnst, glíma við krísur sínar. Hver persónuleiki reynir að komast í snertingu við hina á sinn hátt. Tónlistin í sýningunni er samin af Rebekku Karijord, frá Noregi, og heitir sýningin í höfuðið á lagi eftir hana af plötunni The noble art of letting go.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1nOVc-iCyM8[/youtube]
Cirkus Cirkör er sænskur sirkus sem ferðast um allan heim með sýningar sínar, hvert sem þau mæta verður alltaf uppselt enda eru þetta listamenn á heimsmælikvarða sem ENGINN aðdáandi sviðslista vill missa af. Algjör snilld og smelltu HÉR til að bóka miða á Wear it like a Crown því þú átt enn möguleika en við lofum að það mun seljast upp.
Hér eru myndir frá sýningunni… Svo sjáumst við í Sirkús þorpinu og Borgarleikhúsinu.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.