
Vinkonur okkar á Snyrtistofunni Garðatorgi fóru í jólahlaðborð á Perlunni á dögunum og voru allar með glæsilegasta móti enda ekki við öðru að búast af slíkum fagpjattrófum.
Eins og gengur og gerist á þessum tíma er brjálað að gera á stofunni en auðvitað þurfa snyrtifræðingar og aðrar pjattrófur að gefa sér tíma til að hittast og borða góðan mat. Aðventan er til þess að njóta hennar og slaka á í stað þess að gleyma sér í stressinu.
Erna eigandi stofunnar með Rúnari manni sínum en Erna Gísladóttir stofnaði Snyrtistofuna á Garðatorgi árið 2004 og verður stofan því 10 ára á næsta ári. Í þessi tíu ár hefur stofan vaxið og dafnað og fjöldi ánægðra viðskiptavina er mikill enda fagmennskan í fyrirrúmi.
Steinunn er nýliðinn á stofunni. Hún er sérstaklega fær í nöglum og hefur sérstakan áhuga á flottum naglaskreytingum.
Arndís með manni sínum Jónatani. Fyrir utan að vera menntuð í snyrtifræðinni er Arndís líka lærð í klassískum söng.
Steinunn Jónsdóttir er ekki bara hrikalega fær í augnhárum heldur er hún líka ötull krossfit aðdáandi. Hér eru þær Eva Karen Ástudóttir glaðar á þessari góðu stund.
Til að vita meira um þessa stofu, (sem er ein af okkar uppáhalds), er um að gera að kíkja hér á Facebook síðuna þeirra eða Snyrtistofuna Garðatorgi heimasíðuna og kynna sér meðferðirnar og verðin.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.