Það vefst fyrir sumum að halda partý meðan öðrum er þetta alveg í lófa lagt.
Hér eru 6 góð heilræði um hvernig megi halda gott kasjúal partý þar sem allir skemmta sér vel og koma kátir heim á koddann sinn.
Í tímaritinu Dwell rákumst við á samantekin ráð um hvernig gjöra skuli góða veislu en það eru hjónin og Los Angeles búarnir Laura Gabbert (leikstjóri) og Andrew Avery sem koma með þessi góðu heilræði:
1. Fáðu vini þína til að taka þátt
Okkur finnst flestum gaman að elda og við kunnum að útbúa einhvern rétt. Fáðu vini þína eða fjölskyldu til að taka eitthvað með á veisluborðið og fáðu þá annaðhvort eitthvað sætt eða seðjandi, salat eða snakk (svona til að koma í veg fyrir borð fullt af kökum). Þetta gerir veisluna skemmtilegri og um leið eignast vinirnir smá hlutdeild í henni.
2. Bjóddu breiðum aldurshópi
Fullorðnir verða ekki endilega að skemmta sér einir saman. Bjóddu fólki á öllum aldri. Stundum er í lagi að bjóða stálpuðum unglingum og stundum geta krakkarnir komið líka, sérstaklega á sumrin.
3. Ekki vera of formleg
Ekki biðja fólk um að koma í ákveðnum klæðnaði. Ef fólk fær að velja sjálft þá líður því best og þannig verður partýið skemmtilegra.
4. Gerðu góðan lagalista
Það er alveg nauðsynlegt að hafa góðan lagalista í bakgrunni. Helst þar sem við heyrum allskonar tegundir af tónlist, rólega, stuð og allt þar á milli. Veldu lög sem fara vel saman, nýtt og gamalt í bland.
5. Lýsingin í lagi
Það er nauðsynlegt að hafa lýsinguna mjög góða til að stemmningin verði sem best. Sumir tala um að það eigi að vera eldur inni en rafmagn úti. Svo að ef þú ert með arinn þá er þetta rétti tíminn að kveikja upp í honum, kveiktu á kertum og hafðu þau mörg saman á bakka. Svo er sætt að hengja upp einhverskonar litríkar ljósaseríur úti ef veislan býður upp á útiveru.
6. Búðu til eftirminnilegan drykk
Þú rammar veisluna inn með því að bjóða gestum upp á góðan drykk og eftirminnilegan drykk þegar þau mæta í boðið. Sniðugt er að útbúa góðan kokteil sem fólk getur valið um að hafa með eða án áfengis en þar er af ýmsu að taka. Til dæmis getur þú prófað þennan Gimlet:
- hálfur bolli steinselja
- hálfur bolli fersk mynta
- hálfur bolli ferskur lime safi
- hálfur til einn bolli af stráfínum sykri
- 6 skot af vodka eða gin (Reyka Vodka eða Bombay Gin)
- klaki og sódavatn
Mynta, limesafi, sykur og steinselja sett á fullt í blender þar til það verður mjúkt. Fylltu sex kokteilglös með klaka og skoti af vodka eða gini og helltu svo safanum yfir (bara safi fyrir þá sem vilja ekki, eða mega ekki fá áfengi). Toppaðu með sóda og skreyttu með myntublaði.
GÓÐA SKEMMTUN!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.