Stundum getur stutt spjall leitt til skemmtilegra hluta en það gerðist fyrir skemmstu þegar ég rakst á gamla kunningjakonu sem fór að segja mér frá ringulreiðinni í lífi sínu.
Allt var orðið svo yfirþyrmandi. Hún hafði misst vinnuna fyrir um 1 ½ ári síðan, hafði sótt um ótal störf en fékk ekki einu sinni að fara í viðtal. Var á bótum en leist ekkert á að það gengi öllu lengur. Köllum hana Lísu, því næstu vikur á eftir urðu fyrir henni að hálfgerðu „Undralandi“.
Lísa hafði frétt af því að ég starfaði sem markþjálfi og vildi fá að vita hvað markþjálfun væri eiginlega. Þar sem henni þótti ég er nú ekki beint íþróttamannsleg í fasi þá fannst henni hálf hæpið að ég væri að kenna fólki að sparka í tuðrur. Hún hafði líka séð um eitthvað HAM eða Hugræna atferlismeðferð. Hvers konar blanda væri þetta eiginlega og hvernig gæti þetta gagnast venjulegu fólki eins og sér?
Þar sem tíminn var naumur hjá báðum var lítill tími til nákvæmra útskýringa. Ég ákvað því að taka hálfgerða lyfturæðu á þetta enda væri þetta líka dálítið sem hver og einn upplifði á sinn hátt og nýtti sér á sínum eigin forsendum.
Markþjálfun er trúnaðarsamvinna markþjálfa og þín þar sem markþjálfinn notar opnar og krefjandi spurningar til að auðvelda þér að skerpa eigin hugsun, finna þín eigin svör við því hvert þú vilt stefna í lífi þínu, hvað skiptir þig mestu máli, hvers vegna það er og hvað það veitir þér ef þér tekst að ná þeim markmiðum sem þú setur þér.
EKKI RÁÐGJÖF
Markþjálfunin er ekki ráðgjöf heldur verður þú meðvitaðri en áður um eigin færni, þú ferð að nýta hæfileikana þína betur – á þann hátt sem þú vilt allra helst. Þú ferð að forgangsraða, segir frestunaráráttunni upp, ferð að framkvæma og nærð markmiðunum mun fyrr en annars. Þegar þig vantar að fá skarpari sýn á það sem þú vilt, þá getur verið ótrúlega öflugt að fá markþjálfa til að vinna með þér í ákveðinn tíma í faglegri markþjálfun. Þú ert alltaf sjálf lang besti aðilinn til að finna leiðina að markmiðum þínum – en það getur verið mun fljótlegra að fá markþjálfa til að koma sér í gang og til að halda sér við efnið.
Ég byrjaði í raun að markþjálfa fyrir um tveimur áratugum síðan þegar ég var leiðbeinandi á árangursnámskeiðum Brian Tracy International og síðan þá hef ég séð marga fara á flug og gera stórfelldar og jákvæðar breytingar á lífi sínu með því að vinna á grunni aðferðafræði markþjálfunar. Í dag er ég með alþjóðagráðu í markþjálfun (ACC, Associate Certified Coach) sjá www.coach.is
HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ
Þar sem ég hef gífurlegan áhuga á árangursfræðum almennt þá ákvað ég að vinna líka með samtalsmeðferðartækni sem byggir á Hugrænni atferlismeðferð (HAM) og tók því þverfaglegt nám í þeim fræðum í Endurmenntun HÍ.
HAM er gríðarlega öflug meðferðartækni sem nýtist vel til að byggja sig upp og styrkja sig varðandi t.d. félagsfælni, átröskun, svefnleysi, kvíðaröskunum, vægu þunglyndi – já og svo ýmsu öðru líka.
Það að hafa lært þessi fræði (svo og yfir 30 ára kennslureynsla og 8 ára mannaforráð í fyrirtækjarekstri) auðveldar mér að veita fólki sem leita til mín faglegri og dýpri þjónustu en annars.
Að svo stöddu rétti ég vinkonu minni nafnspjaldið mitt með nokkrum netslóðum á www.coach.is og www.blomstradu.is – www.coachingcamp.is já og www.fengshui.is. Þar er hægt að lesa meira um þetta og annað sem ég er að vinna með fólk til meiri vellíðunar og velgengni.
Coaching Camp eru t.d. helgarnámskeið fyrir konur þar sem væri unnið heila helgi á grunni markþjálfunar (námskeið 12.–14. apríl 2013)
– já og Feng Shui eru austurlensk fræði sem byggja á aldagömlum kínverskum fræðum um það hvernig þú getur nýtt orkuflæðið í næsta umhverfi þínu til að efla þig á margvíslegan hátt.
Allt gengur þetta út á að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar, hjálpa fólki til að blómstra í einkalífi og starfi.
Næstu vikur urðu svo sannarlega stakkaskipti í lífi hennar þessarar vinkonu minnar því hún ákvað að stíga út fyrir rammann og taka á móti nýjum viðhorfum. Við hittumst fljólega, línurnar voru lagðar, hugarkort teiknuð upp, markmiðin fundin og greind niður í nærri allt að því öreindir.
Fyrstu skrefin voru tekin innan við viku. Í fyrstu voru hindranirnar all nokkrar en með nýtingu fræðanna og faglegri samvinnu gekk þetta allt upp. Sólin tók furðu fljótt að bræða kalið og betur fór að ganga í lífi vinkonu minnar. Skýin voru dregin frá, fyrst var aðeins smá rifa, síðan fengu geislarnir að njóta sín.
Ef þú ert að velta einhverju fyrir þér varðandi það hvað þú getur gert fyrir þig sjálfa – þá er þér velkomið að senda mér línu á jona@namstaekni.is
Kær kveðja,
Jóna Björg Sætran, M.Ed., menntunarfræðingur og markþjálfi, einnig HAM www.coach.is
Jóna Björg er menntunarfræðingur, M.Ed., frá KHÍ, er með alþjóðlega vottun sem ACC markþjálfi frá ICF (International Coach Federation) og er einnig Feng Shui ráðgjafi.
Í vetur hefur Jóna Björg svo lagt stund á Hugræna atferlismeðferð (HAM) í Endurmenntun HÍ. Jóna Björg starfar sjálfstætt við einkaleiðsögn, námskeiðahald, ritstörf, fyrirlestra og ráðgjöf jafnt hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hún var leiðbeinandi hjá Brian Tracy International hér á landi og er fyrrverandi námstjóri hjá menntamálaráðuneytinu.
Jóna Björg fer ótroðnar slóðir, elskar að takast á við krefjandi verkefni og finnst langmest gefandi að vinna með fólki að bættri líðan, meiri hamingju og hugrró.
Einkunnarorð hennar eru: Blómstraðu í einkalífi og starfi, njóttu þess að vera þú!