Til þess að viðhalda rómantíkinni og ástríðunni í sambandi þá eru ýmsar reglur sem þarf að fylgja samkvæmt feng shui. Ég pikkaði upp nokkrar, það er t.d. alveg bannað að hafa myndir af börnunum sínum eða fjölskyldumeðlimum í svefnherberginu, ef það eru myndir þá eiga þær annað hvort af vera af parinu eða af öðrum “pörum”, kínverjar hafa oft myndir af anda- eða svanapari í svefnherberginu því það eru fuglar sem halda tryggð við maka sinn alla ævi, það er alveg bannað að hafa eitthvað þrennt, allt sem þú setur inn í svefnherbergi pars á að koma í tvennu, því samkvæmt feng shui má ekki “bjóða þriðja aðila inn í svefnherbergi hjóna”. Sjónvörp eru líka alveg bönnuð og speglar á móts við rúmið.. litir eru líka mikilvægir, hvítt táknar hreinleika, bleikt rómantík og rautt ástríðu, þetta eru æskilegir litir í svefnherbergjum ef fólk vill viðhalda neistanum og forðast á “leiðinlega” og daufa tóna, eins og brúnt og beige, en hvað sem því líður þá er ég með stóran tóman eldrauðan vegg við höfðagaflinn og hef lengi velt fyrir mér hvað vantar á hann.. er búin að finna svarið, neon-listaverkið hér fyrir ofan er eftir Tracey Emin og fer á litlar 60- 80 þús dollara á uppboði!!
Mér finnst það TÖFF, það er bæði rómantískt og ástríðufullt og jafnvel pínu kinkí í anda rauða hverfisins vegna þess að þetta er neon-ljós, nú er bara að finna leið til að eignast eitt stykki..
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.