Svala Björgvins þykir mér ein flottasta kona sem Ísland hefur alið. Hún er alltaf smart og öðruvísi – Sannarlega svöl Svala.
Ljósu fallegu lokkarnir, töffara tattooin, litirnir, sérstöku flíkurnar og skartgripirnir….. Hún töfrar alltaf fram falleg lúkk og er alltaf óaðfinnanleg í útliti.
Svala er að gera það gott með hljómsveit sinni Steed Lord útí Los Angeles þar sem hún býr ásamt kærasta sínum Agli sem er einnig í hljómsveitinni. Mæli með því að þið tékkið á tónlistinni þeirra ef þið hafið ekki gert það! Svala er heldur ekki illa ættuð, dóttir Björgvins Halldórssonar og systir Krumma í mínus. Flott fjölskylda. Svala heldur vonandi áfram að vera frábær söngkona, töffari og tísku-ækon næstu áratugina!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.