Svala Björgvinsdóttir er okkur flestum vel kunn en hún hefur verið að gera það gott í tónlistarbransanum í Los Angeles undanfarið með hljómsveit sinni Steed Lord.
Pjattrófurnar vildu kynnast Svölu aðeins betur og því fengum við hana til að svara okkar klassíska HVER ER spurningalista… Það kom margt í ljós sem allir 4912 Facebook vinir hennar vita örugglega ekki…
Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin eða hugsarðu of mikið?
Ég á stundum auðvelt með það ef ég er sjúklega þreytt en svo gerist það oft að ég byrja að hugsa rosa mikið og þá vakna ég og þá verð ég að fara framúr og lesa bók eða fara og vinna eitthvað í tölvunni.
Hefurðu séð draug, álf eða geimveru?
Ég hef séð drauga og fundið fyrir þeim. Þeir hafa fylgt mér síðan ég var krakki. En ég væri rosalega til í að hitta álf eða tala við geimveru.
…mér finnst mjög mikilvægt að pör séu alltaf hreinskilin og hlusti á hvort annað. Virðing og vinátta er mjög mikilvæg ef þú vilt vera í langtíma sambandi.
Þekkirðu óvenjulega marga einstaklinga í sama stjörnumerkinu og hvaða merki er það?
Ég er vatnsberi. Anna frænka mín er vatnsberi og ein góð vinkona mín er í sama stjörnumerki. Þegar ég pæli í því þá þekki ég alls ekkert marga vatnsbera. Einkennilegt 🙂
Áttu uppáhalds hönnuð?
Ég held mikið uppá KTZ og Daniel Palillo og svo hefur Aftur eftir hana Báru Hólmgeirs alltaf verið eitt af mínum uppáhalds hönnuðum.
Flottasta fyrirmyndin?
Móðir mín Ragnheiður Björk Reynisdóttir. Falleg, gáfuð, skemmtileg og sterk kona. Einstök manneskja sem hefur kennt mér svo mikið um lífið.
Uppáhals tímasóunin?
Leika við kisurnar mínar og sitja útí garði og hlusta á tónlist í marga klukkutíma.
[vimeo width=”600″ height=”400″]http://vimeo.com/47425819[/vimeo]
Hvað er næsta tilhlökkunarefnið í lífi þínu?
Ég og bandið mitt Steed Lord erum að fara gefa út nýja plötu og erum að fara gera nýtt tónlistarmyndband. Svo hlakka ég mikið til þess að halda Steed Lord tónleika á Íslandi 1.desember með bandinu hans Krumma, Legend.
Hvaða 5 hluti tækirðu með út í geim?
Símann minn til að geta hlustað á tónlist og heyrnatól. Handáburð því ég er alltaf svo þurr á höndunum. Eyrnatappa til að geta sofið. Og svo manninn minn hann Einar… ég veit að hann er ekki hlutur en hann yrði að koma með mér!
Nefndu 5 uppáhalds bíómyndirnar þínar:
Vá þetta er erfið spurning því ég er algjör bíómynda sjúklingur og horfi mikið á bíómyndir og gæti verið með top 100 lista þess vegna en hérna eru 5 myndir sem ég elska…
- Blade Runner
- Dune
- Scarface
- This is Spinal Tap
- Annie Hall
Hefurðu verið ástfangin af poppstjörnu?
Já ég var upp fyrir haus ástfangin af Michael Jackson þegar ég var lítil og sá Beat It videoið á MTV hjá Helgu frænku í New Jersey 1987.
Hvaða mistök gera pör helst í samböndunum sínum?
Ég get ekki dæmt hvað annað fólk gerir í sínum samböndum því ég trúi því að sumt sem virkar hjá öðrum virkar kannski ekki hjá hinum. En mér finnst mjög mikilvægt að pör séu alltaf hreinskilin og hlusti á hvort annað. Virðing og vinátta er mjög mikilvæg ef þú vilt vera í langtíma sambandi.
Hvað er skemmtilegast við það sem þú ert að gera núna?
Semja lög og taka þau upp fyrir nýju Steed Lord plötuna. Svo erum við að spila mikið líka í Bandaríkjunum þar sem við búum og það er alltaf meiriháttar gaman.
En erfiðast?
Að semja lög og taka þau upp fyrir nýju Steed Lord plötuna. Það er nefnilega erfitt en skemmtilegt!
Hvernig bíl langar þig í?
Hvítan Cadillac frá 1975
Hvaða kaffihúsi/veitingastað viltu mæla með?
Cafe Cashba á Sunset í Silverlake hverfinu í Los Angeles. Gott kaffi og góður matur með indversku ívafi.
Hvaða starf myndirðu velja þér ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna? Dýralæknir
Hvað ertu að fara að gera á eftir?
Taka upp nýtt lag í stúdíóinu.
Að lokum: Heilræði til okkar hinna?
Verið góð við hvort annað.
ps. Myndirnar af Svölu eru teknar af Veru Páls og Ísak og Þorsteinn Blær sáu um að stílisera.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.