#womancrush: Susan Sarandon leikkona

#womancrush: Susan Sarandon leikkona

Susan-Sarandon-015

Af og til fæ ég svona “woman crush”. Þær hafa verið nokkrar en sú sem ég hef verið hvað mest skotin í gegnum tíðina er frú Jennifer Aniston.

Sú leikkona sem kemur sterkt á eftir henni er hin stórkostlega og frábæra Susan Sarandon.

Susan Sarandon er 69 ára gömul en áður en hún varð fræg hét hún Susan Abigail Tomalin. Hún giftist fyrrum eiginmanni sínum Chris Sarandon árið 1967 en skildi við hann tólf og um seinna en ákvað að halda eftir nafninu enda mikið hentugra en Abigail Tomalin.
Þessi flotta leikkona hefur unnið Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Dead Man Walking og verið tilnefnd vegna margra annara mynda.

Ég varð fyrst hrifin af henni þegar ég sá Rocky Horror Picture Show þar sem hún fór með hlutverk Janet Weiss. Ef þú hefur ekki séð þessa mynd þá mæli ég með að þú gerir það ekki seinna en í kvöld! Algjörlega frábær mynd!! Klassík.

Hún er með alveg einstaka rödd, er ótrúlega flott í alla staði og frábær leikkona. Það er bara eitthvað við hana sem heillar mig alveg svakalega mikið!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest