Það er óhætt að fullyrða að óskarsverðlaunaleikkona Susan Sarandon sé ekki mikið fyrir eldri menn.
Susan var í heil 23 ár gift leikaranum Tim Robbins en hann er 12 árum yngri en hún. Saman áttu þau Jack 20 ára og Miles 23 ára, en Susan átti áður dóttur úr fyrra sambandi sem er 29 ára núna.
Svo bregðast þó krosstré sem önnur tré því árið 2009 skildi Susan við Tim eftir að hafa tekið þátt í uppfærslu á grínleikritinu ‘Exit the King,’ á Broadway. Verkið sem fjallar heilmikið um dauðann fékk Susan til að skoða líf sitt í nýju ljósi og í kjölfarið sleit hún sambúðinni við Tim Robbins.
Nú er hún komin í samband við viðskiptafélaga sinn Jonathan Bricklin sem er heilum 30 árum yngri en skvísan sem meðal annars sló í gegn í Rocky Horror Picture Show og Thelma and Louise.
Parið hafði lengi lengið undir grun ef svo má að orði komast um að vera í sambandi en leikkonan játti þessu ekki fyrr en í nýlegu viðtali. Þar sagði hún að þau Jonathan ynnu saman að mörgum hlutum, allskonar hlutum. Spurð hvort rómantík væri þar á meðal sagðist hún ekki geta neitað því.
Jonathan og Susan reka meðal annars saman Spin, borðtennisklúbb í New York sem er nokkurskonar partý í leiðinni, eða ‘social club’. Þau eru bæði sérlega hipp og frjálsleg og fara ótroðnar slóðir.
Pjattrófurnar segja bara Susan – VIRÐING. Þú ert alltaf jafn kúl.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.