Hún er bragðsterk, matarmikil og bara sjúklega góð. Börnunum finnst hún líka góð því það er snakk í henni eins og þau segja.
Það sem þú þarft í súpuna:
- 2 stk kjúklingabringur (smátt skornar)
- Heinz chili sósa
- 1 flaska maukaðir tómatar frá Sollu
- 1/2 – 3/4 blaðlaukur
- 1 stk rauð paprika
- 1 stk rautt chili (má nota líka þurrkað chili..nota þá 1 tsk)
- 2 stk meðal stórar gulrætur
- 1 stk laukur
- 3 stk hvítlauksgeirar
- 1/2 dós af rjómaosti
- 1 peli rjómi
- 2 og 1/2 L Vatn
- Rifinn ostur
- Nachos
- 3 tsk karrý
- 1 tsk cumin (má sleppa)
- Salt og pipar eftir smekk
AÐFERÐ
Skerðu allt grænmetið smátt og steiktu í stórum potti með smá ólivuolíu. Steikja í um 10 mínútur á vægum hita. Skerðu svo kjúklinginn niður í smáa bita og steiktu á pönnu. Kryddaðu kjúklinginn með salti, pipar og smá karrý. Fínt að brúna kjúklinginn vel á öllum hliðum.
Bættu svo kjúklingnum útí pottinn með grænmetinu.
Þegar þú ert búin að blanda grænmetinu og kjúklingnum saman er gott að setja vatnið, tómatana og Chili sósuna út í pottinn og hræra vel. Kryddaðu með karrý og cumin.
Leyfðu suðunni að koma upp og súpunni að malla í 10-20 mínútur. Núna bætirðu rjómaostinum og rjómanum útí og leyfir að sjóða á vægum hita í 30 mínútur.
Gott er að smakka súpuna aðeins til og bæta salti og pipar út í eftir þörf. Þegar súpan er tilbúin þá seturðu hana í súpuskálar, brýtur nachos yfir súpuna og stráir rifnum osti yfir.
Sjúklega góð súpa sem má hita upp aftur og aftur. Einnig er hún vinsæl í afmælisveislur og önnur matarboð. Njótið vel…mmmmm!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.