Það hefur kannski ekki farið fram hjá neinum að Superbowl fór fram í nótt en þetta er einstaklega mikilvægur dagur fyrir þá ameríkanana.
Katy Perry sá um atriðið í hálfleik, en það er alltaf mikil spenna að sjá þá sýningu, enda mikið lagt í sölurnar! Í fyrra sá Bruno Mars um sýninguna og þar áður Beyoncé, stór nöfn ár eftir ár.
Hér er atriðið í heild sinni, þó í hálf lélegum gæðum:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=KAtKlixxnTg[/youtube]Ég var einstaklega ánægð með valið á listamanni í ár þar sem það er aðeins hálfur mánuður er í að ég fari á tónleika með henni. Ég nennti ómögulega að vaka yfir leiknum sjálfum þar sem ég skil hvorki upp né niður í leikreglunum eða leiknum yfir höfuð, en það var mitt fyrsta verk í morgun að horfa á frammistöðu Katy.
Margir hafa gert grín að fatavali söngkönunnar og líkt henni við ýmsa karaktera:
Eitt er þó að hreinu – Litrík var sýningin!
Katy stóð sig að mínu mati einstaklega vel, fékk mig til þess að hlakka enn meira til tónleikanna hennar síðar í mánuðinum!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com