Samkynhneigði tölvuleikjahönnuðurinn Robert Yang er ekkert að halda aftur af hvötum sínum í vinnunni en kappinn hefur þegar hannað nokkra mjög svo gay tölvuleiki.
Til dæmis Cobra Club þar sem leikurinn gengur út á að fótósjoppa karlmannslim þar til hann verður sem snyrtilegastur. Þá er það leikurinn Stick Shift sem gengur út á að fullnægja samkynheigða bílnum sínum og svo er það bannaði leikurinn, Hurt me plenty, sem gengur út á flengingar stæðilegra karla, svo fátt eitt sé nefnt *hóst*.
Nýjasti leikurinn úr smiðju Yangs er Rinse and Repeat en þar á leikmaðurinn að þrífa félaga sínum í sturtu eftir æfingu.
Leikmaður vinnur sér inn ljósblá hjörtu með því að standa sig vel með sturtusápuna og skrúbbið.
Hönkið sem verið er að skrúbba heldur ekki aftur af sér með hrósið og þú getur til dæmis fengið heil 98% stig ef hann segir engann skilja sig nema þig. „Mér finnst eins og við séum eitthvað tengdir.”
Þetta er fyndinn ljósblár leikur sem ætti að vera jafn skemmtilegur fyrir gagnkynhneigðar konur og sam -eða tvíkynheigða karla. Hann er ókeypis og þú getur sótt hann HÉR en fyrst skaltu kíkja á sýnishornið:
[vimeo]https://vimeo.com/137657837[/vimeo]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.