Ég gerði smá kvöld nammi fyrir mig og aðra pjattrófu í gærkvöldi og langar að deila með ykkur súperdúper einföldu gotti sem er aðeins of gott!
INNIHALD
Askja af fallega rauðum jarðaberjum (gott að þefa af þeim í gegnum öskjuna í búðinni, vera viss um að þú sért með dísæt og góð ber).
Handfylli af hvítu súkkulaði.
3.tsk. Kökuskraut.
Byrjaðu á að skera jarðarberin í tvennt og taka græna hattinn af þeim, raðaðu svo berjunum á flatan disk.
skelltu hvíta súkkulaðinu inn í örbylgjuofn í 1-2 min… Eða eins lengi og það þarf til að bráðna.
Hrærðu aðeins í súkkulaðinu með gaffli. Helltu súkkulaðinu í einnota sprautupoka eða bara góðan plastpoka sem hægt er að loka og þolir smá hita, klipptu síðan smá af einu horninu á pokanum og þá ertu komin með sprautu. Sprautaðu svo súkkulaðinu yfir jarðarberin og setu svo kökuskraut yfir.
Settu þetta inn í ísskáp í þrjár mínútur … Og svo bara njóta og kjamsa.
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.