Ég held að flestir elski að leggjast upp í sófa með popp og nammi á sunnudagskvöldi og horfa á hressa kvikmynd. Persónulega vil ég oftast hafa sunnudagsmyndina mína nokkurra ára gamla og ekki of ‘heví’.
Þess vegna finnst mér Young Frankenstein tilvalin sunnudagsmynd…
…Myndin er frá árinu 1974 (þannig að hún er kannski aðeins meira en nokkurra ára gömul) og skartar nokkrum snilldar leikurum. Þeir sem kannst við Gene Wilder vita að hann er sjúklega fyndinn en hann leikur einmitt aðalhlutverk myndarinnar ásamt því að skrifa söguna. Myndin fjallar um barnabarn
Dr. Frankenstein sem fer að kynna sér rannsóknir afa síns. Með tímanum fer hann að átta sig á að afi hans var ekki svo galinn eins og hann hafði alltaf haldið og tilraunir hans kannski þess virði að þróa áfram.
Myndin er svarthvít sem mér finnst virkilega skemmtilegt og sjarmerandi og á mjög vel við vegna þess að meiri hluti myndarinnar gerist í stórum kastala. Ég mæli eindregið með þessari sunnudagsmynd fyrir þá sem vilja bara hlæja af frekar rugluðum persónum!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-SClmiso_2Y&feature=related[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.